Um okkur

Olifa La Madre Pizza er hugarfóstur hjónanna Ásu Maríu Reginsdóttur og Emils Hallfreðssonar, knattspyrnumannsins kunna, en þau hafa búið á Ítalíu síðastliðin 15 ár þar sem Emil hefur leikið knattspyrnu. Olifa ferðalagið hófst í eldhúsinu hjá þeim á Ítalíu þegar þau stofna Olifa fyrirtækið og hófu að flytja inn ítalskar upprunavottaðar jómfrúarolíur og fleiri hágæða upprunavottaðar vörur undir merkjum Olifa. Nú hefur þetta ferðalag borið nýjan ávöxt í Pala pizzunum á Olifa La Madre pizza.

Olifa La Madre Pizza er á tveimur stöðum í Reykjavík, á Suðurlandsbraut 12 þar sem Eldsmiðjan var áður til húsa og í nýrri Krónuverslun í Skeifunni.

Pala Pizza

Pala pizza heitir tegund pizzunnar sem Olifa hefur nú fært Íslendingum. Þetta er ný gerð af pizzu sem nýtur sívaxandi vinsælda á Ítalíu, höfuðvígi pizzunnar í heiminum. Pala pizza er ólík hinni hefðbundnu Pizza Napoletana á marga vegu, sér í lagi að hún er ekki hringlaga heldur ferhyrnd. Pizzan dregur nafn sitt af ílangri viðarskóflu, Pala, sem notuð er til þess að færa pizzadeigið í ofninn.

Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með Olifa á instagram og einnig með Ásu Regins þar sem hún sýnir reglulega frá lífi sínu og fjölskyldunnar í Verona á Ítalíu.

Instagram Ásu: "asaregins"

Instagram Olifa: "olifapizzeria"